Klassíska jógateppið frá Asanas úr mjúkum lífrænum bómull er fullkomin viðbót við jógaæfingarnar þínar á jógastöðinni eða heima við. Einfalt, hagnýtt og fallegt.
Vegna fjölhæfu hönnunarinnar á teppinu er hægt að nota það á marga vegu t.d. til þess að auka hæð undir höfði líkt og koddi eða til þess að ilja sér undir. Einnig hentar teppið vel til þess að hylja líkamann eins og hefðbundið teppi. Teppið er ofið með flötum brúnum, og er það því mjög hentugt til allra verka hvort sem það er til að halda góðum stöðugleika í flestum jógastöðum eða til þess að hafa það notalegt.