UM VÖRUNA
Viðarhreinsirinn frá Byoms með góðgerlum og djúphreinsar harðviðar palla, garðhúsgögn eða aðra staði sem hafa dregið í sig óhreinindi.
Efnið leysir óhreinindi upp á áhrifaríkan hátt og verndar gegn útfjólubláum geislum frá sólinni. Efnið fer vel með viðinn og umhverfið.
Hreinsirinn inniheldur heslihnetuolíu sem hefur nærandi og verndandi áhrif gegn vindi og sólþurrkun. Heslihnetuolía getur hins vegar ekki komið í stað þess að bera pallaolíu á pallinn. Þannig ef þú vilt halda hlýjum tóni viðarins þarf að bera á hann.
Hráefni hreinsisins er 100% af náttúrulegum uppruna og er niðurbrjótanlegt. Varan er algjörlega laus við ilmefni, rotvarnarefni og aðra ofnæmisvalda. Varan er EcoCert vottuð og með Vegan V-merki. Umbúðirnar eru úr 100% endurunnu plasti.
Náttúrulegt þvottaefni vottað af ECOCERT Greenlife samkvæmt ECOCERT staðlinum sem er að finna á http://detergents.ecocert.com/en.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Fyrir notkun þarf að fjarlægja lausa hluta af viðnum t.d. laufblöð. Yfirborðið þarf að vera blautt og því sniðugt að nýta tíma rétt eftir rigningu. Hristið flöskuna vel og blandið saman vatni og efninu í fötu eða sprautukút í hlutfallinu 1:50. Dreifið hreinsinum yfir lítið svæði í einu og látið standa í 15 mínútur. Skrúbbið síðan viðinn með góðum hörðum bursta í átt að æðum viðarins. Skolaðu síðan varlega með vatni.
INNIHALDSLÝSING
5-15% anjónísk yfirborðsvirk efni *, <5% ójónísk yfirborðsvirk efni *, <5% sápur.
Inniheldur einnig: vatn, salt, heslihnetuolíu, örverur.
* Plöntubundin yfirborðsvirk efni.
98,6% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.
Inniheldur lifandi bacillus coagulans góðgerla.