Byoms Góðgerla Baðherbergishreinsir - Neutral | Dekra

Byoms Góðgerla Baðherbergishreinsir – Neutral

2.600 kr.

Dreymir þig um að þrífa baðherbergið þitt á auðveldan og skilvirkan hátt án þess að nota sterk efni? Þá getur þú notað einstaka baðherbergishreinsiefnið frá Byoms. Hreinsiefnið inniheldur góðgerla og er búið til úr náttúrulegum hráefnum til þess að árangurinn verði sem bestur. Spreyið fjarlægir kalk, óhreinindi, sápuleifar og óþægilega lykt og frískar upp á rýmið. Ferskleikinn heldur sér í allt að 8 daga á meðan góðgerlarnir halda áfram að vinna.

Vörunúmer: BYOMS3007 Flokkur:
UM VÖRUNA

Baðherbergishreinsirinn endurheimtir náttúrulegt jafnvægi meðal örvera. Varan inniheldur engin ilmefni, klór, litarefni eða gerviefni og er því 100% örugg, varan er mjög áhrifarík við að þrífa baðherbergi.

Baðherbergishreinsiefnið er EcoCert vottað og er með Vegan V merki. Þar að auki er flaskan og merkimiðinn úr 100% endurunnu plasti.

Náttúrulegt þvottaefnið vottað af ECOCERT Greenlife samkvæmt ECOCERT staðlinum sem finna má á http://detergents.ecocert.com/en.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Hreinsiefnið er klárt til notkunar og það á ekki að þynna það út.

Hristið flöskuna og úðið baðherbergishreinsinum á yfirborðið og leyfið efninu að vinna í 2-5 mínútur. Ekki láta efnið þorna. Þrífið svo með klút eða svampi.

Ef erfiðlega gengur að þrífa óhreinindi eða kalk eða ef að það á að þrífa flísar á baðherberginu getur verið sniðugt að láta efnið vinna í 10-15 mínútur og þrífa svo.

Fyrir náttúruleg efni eins og t.d. marmara er gott að prufa efnið fyrst á litlu svæði.

PH gildi efnisins: sirka 4,5.

Hægt er að nota efnið til að þrífa klósett. Sprautaðu efninu í skálina og í kringum klósettið, spreyið mun fjarlægja kalk og óæskilega lykt.

INNIHALDSLÝSING

<5% ójónísk yfirborðsvirk efni *. Inniheldur einnig: vatn, bindiefni, alkóhól, sýrustilli, náttulyf og örverur.

* Plöntubundin yfirborðsvirk efni

99,9% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.

Inniheldur lifandi bacillus coagulans góðgerla.