UM VÖRUNA
Baðherbergishreinsirinn endurheimtir náttúrulegt jafnvægi meðal örvera. Varan inniheldur engin ilmefni, klór, litarefni eða gerviefni og er því 100% örugg, varan er mjög áhrifarík við að þrífa baðherbergi.
Baðherbergishreinsiefnið er EcoCert vottað og er með Vegan V merki. Þar að auki er flaskan og merkimiðinn úr 100% endurunnu plasti.
Náttúrulegt þvottaefnið vottað af ECOCERT Greenlife samkvæmt ECOCERT staðlinum sem finna má á http://detergents.ecocert.com/en.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Hreinsiefnið er klárt til notkunar og það á ekki að þynna það út.
Hristið flöskuna og úðið baðherbergishreinsinum á yfirborðið og leyfið efninu að vinna í 2-5 mínútur. Ekki láta efnið þorna. Þrífið svo með klút eða svampi.
Ef erfiðlega gengur að þrífa óhreinindi eða kalk eða ef að það á að þrífa flísar á baðherberginu getur verið sniðugt að láta efnið vinna í 10-15 mínútur og þrífa svo.
Fyrir náttúruleg efni eins og t.d. marmara er gott að prufa efnið fyrst á litlu svæði.
PH gildi efnisins: sirka 4,5.
Hægt er að nota efnið til að þrífa klósett. Sprautaðu efninu í skálina og í kringum klósettið, spreyið mun fjarlægja kalk og óæskilega lykt.
INNIHALDSLÝSING
<5% ójónísk yfirborðsvirk efni *. Inniheldur einnig: vatn, bindiefni, alkóhól, sýrustilli, náttulyf og örverur.
* Plöntubundin yfirborðsvirk efni
99,9% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.
Inniheldur lifandi bacillus coagulans góðgerla.