UM VÖRUNA
Ertu að leita af hreinsiefni sem virkar frábærlega? Þá ættir þú að prófa byltingarkennda gólfhreinsinn frá Byoms sem hreinsar harðan gólfflöt eins og t.d. lakkað gólf, ómeðhöndlaðan við, olíuborin við, náttúrustein, vinyl og keramíkflísar á áhrifaríkan hátt.
Þegar þú notar gólfhreinsinn til að þrífa gólfið mátt þú búast við meiru en venjulega. Efnið er sérstaklega þróað til þess að hreinsa óhreinindi af gólfi og fjarlægja lykt á 100% öruggan hátt. Enn fremur halda góðgerlarnir í efninu áfram að brjóta niður óhreinindi í allt að 8 daga.
Gólfhreinsiefnið er alveg einstak þar sem varan endurheimtir náttúrulegt jafnvægi örvera á gólffletinum og skapar jákvæða örveruflóru. Auk þess er varan vegan og ekki prófuð á dýrum.
Hreinsiefnið er auðvelt í notkun. Blandið 15 ml af hreinsiefninu saman við 3 lítra af vatni. Brúsinn inniheldur 500 ml og því getur hver brúsi enst í 33 gólfþvotta ef 3 lítrar af vatni eru notaðir í hvert skipti.
Gólfhreinsiefnið hefur verið prófað á húð og er ekki ofnæmisvaldandi og er varan laus við rotvarnarefni og önnur ofnæmisvaldandi efni. Varan er EcoCert vottuð og með Vegan V-merki. Umbúðirnar eru úr 100% endurunnuplasti.
Gólfhreinsiefnið er náttúrulegt hreinsiefni vottað af ECOCERT Greenlife samkvæmt ECOCERT staðlinum sem er að finna á: http://detergents.ecocert.com/en.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Gólfhreinsiefnið frá Byoms skal notað eins og önnur gólfhreinsiefni. Blandið 15 ml af hreinsiefninu saman við 3 lítra af vatni.
Brúsinn inniheldur 500 ml og því getur hver brúsi enst í 33 gólfþvotta ef 3 lítrar af vatni eru notaðir í hvert skipti. Einnig er hægt að nota efnið í spreymoppu. Auka ávinningur efnisins er sá að óhreina vatnið sem fer í niðurfallið hreinsar það og myndar þar griðastað fyrir góðgerla.
INNIHALDSLÝSING
5-15% anjónísk yfirborðsvirk efni *, <5% ójónísk yfirborðsvirk efni *, <5% sápur.
Inniheldur einnig: vatn, salt, örverur.
* Plöntubundin yfirborðsvirk efni. / Jurta yfirborðsvirk efni
98,6% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.
Inniheldur lifandi bacillus coagulans góðgerla.