UM VÖRUNA
Freshen Up lyktareyðirinn er byltingarkenndur lyktareyðir með góðgerlum sem ætlað er að draga úr óæskilegri lykt af fötum, skóm og öðrum hlutum. Með sniðugu umbúðunum hefur þú tækifæri á að fríska upp á fötin þín á ferðalögum. Hægt er að velja á milli nær lyktarlaus lyktareyðis og mildra ilma sem kallast Fig Milk og Sandal Wood.
Með Freshen Up er hægt að fækka þvottum. Það fer betur með fötin og umhverfið þar sem oft dugir að spreyja yfir fötin og hengja upp í fersku lofti. Þú getur notað lyktareyðinn fyrir skó, rúmföt, sófa, teppi og margt fleira.
Einnig er hægt að nota efnið sem fyrirbyggjandi aðferð til að koma í veg fyrir myndun lyktar í fötum. Lyktareyðirinn eyðir slæmri lykt sem þú vilt ekki hafa á heimilinu þínu eða af fötunum þínum.
Freshen Up er fyrir þá sem búast við meiru af lyktareyðinum. Lyktareyðirinn hefur verið ofnæmisprófaður á húð og hann er algjörlega laus við rotvarnarefni og önnur ofnæmisvaldandi efni. Flaskan og merkimiðinn er úr 100% endurunnu plasti.
Varan er fáanleg í þremur stærðum: 75ml, 200ml og 400ml
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Sprautaðu efninu á skó, föt eða hlutinn og láttu góðgerlana vinna erfiðisvinnuna. Eftir 20 mínútur á lyktin að hafa minnkað. Fullri virkni er náð u.þ.b. 24 klukkustundum. Áhrifin vara í 8 daga. Ef mikil lykt er til staðar er ráðlagt að nota efnið daglega í 3-5 daga eða þvo hlutinn eða fötin með íþróttaþvottaefninu frá Byoms.
Eftir þetta er best að nota efnið fyrir og eftir notkun á skóm, fatnaði eða búnaði.
INNIHALDSLÝSING
Vatn, alkóhól, snk-rísínóleat, bindiefni, leysiefni, náttúrulyf, örverur, ilmefni án ofnæmisvalda.
98,8% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.
Inniheldur lifandi bacillus coagulans góðgerla.