Vörulýsing
Óblíð náttúruöflin eins og mikill kuldi eða sterk sól geta tekið sinn toll af húð okkar og nöglum. Neglurnar klofna þá frekar og naglaböndin verða þurr og viðkvæm. TREAT naglabandakremið er öflug vörn gegn þessu með sinni rakagefandi og andoxandi blöndu af marula, jojoba og shea olíum. Auk þess gefur ilmkjarnaolía úr rósum kreminu himneskan ilm. Kremið kemur í fyrirferðalítilli krukku sem kemst auðveldlega fyrir hvort sem er í spariveskinu eða vinnutuðrunni.
Notkunarleiðbeiningar
Nuddaðu neglurnar og naglaböndin mjúklega með hringlaga hreyfingu eins og oft og þú vilt. Við mælum sérstaklega með því að nota TREAT fyrir svefninn þannig að kremið nái að næra og mýkja húðina yfir nóttina á meðan þú hvílist.