Hydrea Exfoliating Spa Mitt Grey | Dekra

Hydrea Exfoliating Spa Mitt Grey

2.250 kr.

Nuddhanski til að nota með kremum. Nuddhanski úr pólýester sem hefur hið fullkomna yfirborðað til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Þá er auðveldara fyrir húðina að taka inn nærandi og rakagefandi efni úr húðkreminu eða olíunni sem þú getur notað með. Með miðlungs harðri áferð. Hentar t.d. áður en þú berð á þig sólarvörn. Reglubundin noktun kemur í veg fyrir inngróin hár og dregur úr fínum línum á líkamanum. Nudd með þessum hanska stuðlar að myndun nýrra húðfruma sem gefur líkamanum fallegan ljóma. Notaðu krem/olíu með sem gefur einstaka mýkt. Má þvo í þvottavél.

Vörunúmer: HYD MT04 Flokkur:
UM HYDRÉA LONDON

Hydréa London er leiðandi í baðdekri og býður allt það fíngerða sem húðin í raun þarfnast.

Þetta er línan sem margar af helstu heilsulindum heims kjósa að eiga viðskipti við.

Hydréa London er fremst í hönnun náttúrlegra og framúrskarandi vandaðra húðbursta og annarra húðdekurvara, auk þess sem náttúrlegir svampar eru stór hluti af þessari fallegu baðdekurlínu. Óviðjafnanleg gæði og mikið úrval, ásamt djúpri umhverfisvitund og ábyrgum innkaupum hefur skapað Hydréa London einstaka stöðu heilsumarkaðnum.

Í samvinnu við The Natural Sea Sponge Company sem bjó til Hydréa London á 10 áratugnum, hefur tekist að hanna framúrskarandi góða og fjölbreytta spa / húðumhirðulínu með sérstakri ástríðu fyrir smáatriðum til að tryggja hámarks árangur. Hér skipta nefnilega smáatriðin öllu máli og vöruþróun er hvergi sambærileg og hjá Hydréa London. Línan spannar allt frá mismunandi stórum og hörðum eða mjúkum húðburstum til fíngerðra augnsvampa og frá nuddhönskum til fótaþjala úr viði og vikri. Hárin í húðburstunum eru náttúrleg, svamparnir úr sjálfbærri uppsprettu, viðurinn FSC vottaður og hanskarnir jafnan úr bambus eða öðrum náttúrlegum efnum sem öll eru umhverfisvæn. Enda löngu tímabært að hanna aðeins það besta fyrir stærsta líffæri mannsins, húðina. Hydréa London hlaut á þessu ári “Good Brand Award” fyrir umhverfisvitund og sjálfbærni af hinu virta tímariti Sublime. Meðal þeirra sem njóta þess að bjóða upp Hydréa London eru Planet Organic, Liberty og Harrods og mörg af helstu heilsuhótelum hótelum heims.