UM VÖRUNA
Þvottaefnið er algjörlega laust við rotvarnarefni og aðra ofnæmisvalda. Auk þess er mild lykt af þvottaefninu sem gerir það að verkum að fötin ilma vel.
Ef þú átt í erfiðleikum með að losna við sterka svitalykt af fötum getur verið sniðugt að drekkja flíkinni í þvottaefninu, þar sem góðgerlarnir munu draga verulega úr lyktinni. Þetta gerist á náttúrulega hátt þar sem þvottaefnið er niðurbrjótanlegt og því hvorki skaðlegt mönnum né umhverfinu.
Forðist að nota of mikið í einu þar sem það minnkar gæði þvottsins. Ef þú notar vöruna í hæfilegu magni dugar hún í allt að 25 þvotta.
Íþróttaþvottaefnið er framleitt með áherslu á Sanngjörn Viðskipti (Fair Trade) og sjálfbærni og eru hráefni vandlega valin og umbúðirnar úr 100% endurunnu plasti og með endurunnu loki.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Íþróttaþvottaefnið frá Byoms má nota bæði í handþvott og í þvott í þvottavél við mismunandi hitastig frá 30°C. Aðeins er mælt með 60°C ef um sýkingar er að ræða.
Notist eins og venjulegt þvottaefni. Athugið að efnið virkar mjög vel, forðist að nota of mikið í einu þar sem það minnkar gæði þvottsins.
Notaðu aðeins 20 ml fyrir venjulegan þvott. (2 msk). Fyrir mjög óhreinan þvott eða fyrir mjög hart vatn, notaðu 25 ml. Vatn á Íslandi er yfirleitt ekki mjög hart.
INNIHALDSLÝSING
> 30% anjónísk yfirborðsvirk efni úr plöntum. <5% amfóterísk yfirborðsvirk efni úr plöntum, sápur, glýseról, natríumsítrat, vínýlpýrrólídón / vinýlímídazól samfjölliða, ilmefni án ofnæmisvalda, góðgerlar.
98,7% innihaldsefna eru af lífrænum og náttúrulegum uppruna.