Byoms Góðgerla Íþróttaþvottaefni - Fig Milk | Dekra

Byoms Góðgerla Íþróttaþvottaefni – Fig Milk

2.990 kr.

Ert þú að leita að þvottaefni án sterkra efna til að þrífa íþróttafatnað? Þá er þykka, byltingarkennda íþróttaþvottaefnið frá Byoms sem inniheldur góðgerla fyrir þig. Þvottaefnið fjarlægir óhreinindi og dregur úr svitalykt í íþróttafötum á náttúrulegan hátt.

Vörunúmer: BYOMS104 Flokkur:
UM VÖRUNA

Þvottaefnið er algjörlega laust við rotvarnarefni og aðra ofnæmisvalda. Auk þess er mild lykt af þvottaefninu sem gerir það að verkum að fötin ilma vel.

Ef þú átt í erfiðleikum með að losna við sterka svitalykt af fötum getur verið sniðugt að drekkja flíkinni í þvottaefninu, þar sem góðgerlarnir munu draga verulega úr lyktinni. Þetta gerist á náttúrulega hátt þar sem þvottaefnið er niðurbrjótanlegt og því hvorki skaðlegt mönnum né umhverfinu.

Forðist að nota of mikið í einu þar sem það minnkar gæði þvottsins. Ef þú notar vöruna í hæfilegu magni dugar hún í allt að 25 þvotta.

Íþróttaþvottaefnið er framleitt með áherslu á Sanngjörn Viðskipti (Fair Trade) og sjálfbærni og eru hráefni vandlega valin og umbúðirnar úr 100% endurunnu plasti og með endurunnu loki.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Íþróttaþvottaefnið frá Byoms má nota bæði í handþvott og í þvott í þvottavél við mismunandi hitastig frá 30°C. Aðeins er mælt með 60°C ef um sýkingar er að ræða.

Notist eins og venjulegt þvottaefni. Athugið að efnið virkar mjög vel,  forðist að nota of mikið í einu þar sem það minnkar gæði þvottsins.

Notaðu aðeins 20 ml fyrir venjulegan þvott. (2 msk). Fyrir mjög óhreinan þvott eða fyrir mjög hart vatn, notaðu 25 ml. Vatn á Íslandi er yfirleitt ekki mjög hart.

INNIHALDSLÝSING

> 30% anjónísk yfirborðsvirk efni úr plöntum. <5% amfóterísk yfirborðsvirk efni úr plöntum, sápur, glýseról, natríumsítrat, vínýlpýrrólídón / vinýlímídazól samfjölliða, ilmefni án ofnæmisvalda, góðgerlar.

98,7% innihaldsefna eru af lífrænum og náttúrulegum uppruna.