Byoms Góðgerla Milt Þvottaefni - Sandal Wood | Dekra

Frí heimsending ef verslað er fyrir kr. 6.500 eða meira.

Byoms Góðgerla Milt Þvottaefni – Sandal Wood

2.990 kr.

Milda þvottaefnið er góðgerla þvottaefni með nýjum, dásamlegum ilm af „Sandal Wood“. Þvottaefnið er þykkt og endist í allt að 25 þvotta, sem er trygging fyrir því að varan nýtist á margvíslegan hátt. Með góðgerlum passar þú upp á lífsnauðsynlegar og góðar bakteríur.

Vörunúmer: BYOMS204 Flokkur:
UM VÖRUNA

Með milda þvottaefninu mátt þú búast við meiru af þvottaefninu. Vöruna má nota í alla tegund efnis, þar á meðal ull og silki. Gættu þess þó alltaf að fylgja þvottaleiðbeiningum til að fá viðunandi niðurstöðu.

Þú getur jafnvel fjarlægt bletti á staðnum með því að nota einn dropa af þvottaefninu. Nuddaðu efninu á blettinn og skolaðu vandlega með vatni.

Milda þvottaefnið hefur verið ofnæmisprófað og sýnt fram á að það skaði ekki húð sem þýðir að varan er algjörlega laus við rotvarnarefni og aðra ofnæmisvalda. Varan inniheldur efni til að viðhalda lit í fötum. Auk þess er þvottaefnið niðurbrjótanlegt og því ekki skaðlegt mönnum eða umhverfi.

Ef sanngjörn viðskipti (Fair trade) og sjálfbærni skipta þig máli er þér óhætt að velja þvottaefni frá Byoms. Byoms velur hráefni vandlega og eru umbúðirnar úr 100% endurunnu plasti.

Byltingarkennda þvottaefnið er ekki bara gott fyrir fötin þín heldur líka fyrir þvottavélina þína. Milda þvottaefnið getur fjarlægt óæskilega lykt úr þvottavélinni með hjálp góðgerla.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Milda þvottaefnið frá Byoms má nota bæði í handþvott eða þvott í þvottavél við mismunandi hitastig frá 30°C.

Notist sem venjulegt þvottaefni. Athugið að þvottaefnið virkar mjög vel því skal forðast að nota of mikið í einu þar sem það minnkar gæði þvottsins.

Notaðu aðeins 20 ml fyrir venjulegan þvott. (2 msk). Fyrir mjög óhreinan þvott eða fyrir mjög hart vatn, notaðu 25 ml. Vatn á Íslandi er yfirleitt ekki mjög hart.

INNIHALDSLÝSING

> 30% anjónísk yfirborðsvirk efni úr plöntum. <5% amfóterísk yfirborðsvirk efni úr plöntum, sápur, glýseról, natríumsítrat, vínýlpýrrólídón / vinýlímídazól samfjölliða, ilmefni án ofnæmisvalda, góðgerlar

98,7% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.