UM VÖRUNA
Uppþvottalögurinn er milt og gott hreinsiefni sem þrífur leirtauið óaðfinnanlega. Ef þú vilt að uppþvottalögurinn skili góðum niðurstöðum við það að þvo mjög fituga hluti er uppþvottalögurinn frá Byoms fullkominn í uppvaskið.
Varan er laus við ilmefni, klór, litar- og gerviefni sem gerir vöruna einstaklega milda fyrir hendurnar.
Ef þú vilt losna við rótgróinn óhreinindi af leirtauinu er uppþvottalögurinn frá Byoms mjög góður kostur fyrir þig. Uppþvottalögurinn fékk ofurkrafta sína beint úr náttúrunni sem gerir það að verkum að þú þarft ekki að þrífa með sterkum efnum. Uppþvottalögurinn hefur verið prófaður á húð og er ekki ofnæmisvaldandi og er algjörlega laus við rotvarnarefni og önnur ofnæmisvaldandi efni.
Uppþvottalögurinn frá Byoms er fyrir þá sem ekki vilja málamiðlanir þegar kemur að uppþvottalegi. Varan er meðal annars vottuð af EcoCert og er einnig með Vegan V merki. Auk þess eru umbúðirnar úr 100% endurunnu plasti.
Uppþvottalögurinn frá Byoms er vottaður af ECOCERT Greenlife samkvæmt ECOCERT staðlinum sem er að finna á: http://detergents.ecocert.com/en.
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Drjúgt í notkun. Notaðu aðeins nokkra dropa við uppvask.
INNIHALDSLÝSING
5-15% anjónísk yfirborðsvirk efni unnin úr plöntum, <5% ójónísk yfirborðsvirk efni unnin úr plöntum, <5% plöntuafleidd amfótær yfirborðsvirk efni, glýseról, sítrónusýra, góðgerlar.
99,2% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.