Byoms Góðgerla viðkvæmt þvottaefni - Neutral | Dekra

Frí heimsending ef verslað er fyrir kr. 6.500 eða meira.

Byoms Góðgerla viðkvæmt þvottaefni – Neutral

2.990 kr.

Dreymir þig um að finna þvottaefni sem hefur verið prófað gegn ofnæmisvöldum og á húð? Ef svo er ættir þú að prófa byltingarkennda viðkvæma þvottaefnið frá Byoms. Þvottaefnið inniheldur góðgerla sem geta fjarlægt óhreinindi á fljótlegan og auðveldan hátt ásamt því að draga úr lykt. Þvottaefnið er ilmefnalaust og getur öll fjölskyldan notað þvottaefnið án þess að hafa áhyggjur.

Vörunúmer: BYOMS3004 Flokkur:
UM VÖRUNA

Viðkvæma þvottaefnið er fyrir þá sem ekki vilja nota sterk efni í þvottinn. Þvottaefnið inniheldur meðal annars ekkert ensím og litarefni en inniheldur hins vegar yfirborðsvirk efni úr plöntum og er því ekki skaðlegt.

Viðkvæma þvottaefnið er áhrifaríkt og hægt er að nota það á allt efni og endist í allt að 25 þvotta. Það eru samt ekki bara fötin sem munu njóta góðs af því  að nota viðkvæma þvottaefnið frá Byoms heldur mun þvottavélin, þær lagnir og þau niðurföll sem liggja frá henni njóta góðs af góðgerlunum í þvottaefninu. Notaðu þvottaefnið eins og annað þvottaefni í þvottavél með venjulegum þvotti.

Vissir þú að með einum dropa af Byoms viðkvæma þvottaefninu getur þú fjarlægt bletti á skot stundu? Nuddaðu efninu einfaldlega á blettinn til að fjarlægja hann.

Byoms leggur áherslu á Sanngjörn viðskipti (Fair Trade) og sjálfbærni. Því eru hráefnin í vörunum vandlega valin og umbúðirnar úr 100% endurunnu plasti.

Viðkvæma þvottaefnið er náttúrulegt þvottaefni vottað af ECOCERT Greenlife samkvæmt ECOLIFE staðlinum sem er að finna á: http://detergents.ecocert.com/en.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Viðkvæma þvottaefnið frá Byoms má nota bæði í handþvott og í þvott í þvottavél við mismunandi hitastig frá 30°C. Aðeins er mælt með 60°C ef um sýkingar er að ræða.

Notist eins og venjulegt þvottaefni. Athugið efnið virkar mjög vel og forðist því að nota of mikið í einu þar sem það minnkar gæði þvottsins.

Notaðu aðeins 20 ml fyrir venjulegan þvott. (2 msk). Fyrir mjög óhreinan þvott eða fyrir mjög hart vatn, notaðu 25 ml. Vatn á Íslandi er yfirleitt ekki mjög hart.

INNIHALDSLÝSING

15-30% anjónísk yfirborðsvirk*, <5% sápur. Inniheldur einnig: vatn, glýseról, bindiefni, sorbitan, mónóktanóat, sýrustilli og örverur.

* Plöntubundin yfirborðsvirk efni.

98,7% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna.

Inniheldur lifandi bacillus coagulans góðgerla.